VG vill fullnýta útsvarið

Horft yfir Reykjavík.
Horft yfir Reykjavík. mbl.is/Ómar

Vinstri grænir í Reykjavík segjast ætla að fullnýta útsvarið komist flokkurinn til valda. Þetta sé rétta leiðin til að afla meiri tekna. VG segir að útsvarshækkun seilist grynnra í vasa borgarbúa en gjaldskrárhækkun. Fullnýting útsvars auki tekjur borgarinnar um 700 milljónir króna á ári.

„Útsvarshækkun kemur sér betur fyrir 70% sambýlisfólks og 90% einhleypra. Hún hefur engin áhrif á þau 30% sem eru undir skattleysismörkum (1,43 m.kr. í árslaun/119 þ.kr. á mánuði) en gjaldskráhækkun hefur áhrif á alla sem nota þjónustuna óháð tekjum. Flestir námsmenn, ellilífeyrisþegar og örykjar eru í þessum hópi. Gjaldskrárhækkun er því ekkert annað en skattlagning á þá sem minnstar tekjur hafa í samfélaginu.

Hér kristallast vel hugmyndafræðilegur munur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks,“ segir m.a. í tilkynningu frá VG. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert