Besti flokkurinn með 8 fulltrúa?

Jón Gnarr er leiðtogi Besta flokksins.
Jón Gnarr er leiðtogi Besta flokksins. mbl.is/Rax

Besti flokkurinn fær hreinan meirihluta og 8 borgarfulltrúa af 15 samkvæmt könnun, sem Stöð 2 og Fréttablaðið hafa gert. Vika er til borgarstjórnarkosningannma.

Samkvæmt könnuninni ætla 43,8% að kjósa Besta flokkinn og hann fær samkvæmt könnuninni 8 borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fá 21,1% fylgi hvor flokkur og 3 borgarfulltrúa. Vinstri grænir fá 9,8% fylgi og 1 fulltrúa. Framsóknarflokkur fær 2,7% og engan mann kjörinn. Önnur framboð fá um hálft prósent hver.

Hringt var í 800 manns í gærkvöldi og tóku 69% afstöðu í könnuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert