Ekki sama Jón og „bara Jón"

Jón Gísli Jónsson oddviti J - lista félagshyggjufólks (t.v.) og …
Jón Gísli Jónsson oddviti J - lista félagshyggjufólks (t.v.) og bróðir hans Jón Jónsson (t.h.) sem leiðir V - lista Vinstri grænna í Strandabyggð.

Í Stranda­byggð er sú sér­kenni­lega staða uppi að odd­vit­ar þeirra tveggja lista sem bjóða fram fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar eru bræður. Ekki nóg með það held­ur heita þeir báðir Jón og eru Jóns­syn­ir. Efsti maður á J - lista fé­lags­hyggju­fólks er Jón Gísli Jóns­son en yngri bróðir hans Jón Jóns­son er efst­ur á V – lista Vinstri grænna.

Kosn­inga­vef­ur mbl.is sló á þráðinn til þeirra bræðra.

„Jón bróðir hef­ur oft verið kallaður „bara Jón" svona í gríni," seg­ir Jón Gísli Jóns­son sem sit­ur í sveit­ar­stjórn sem einn af þrem­ur full­trú­um J – list­ans. Hann seg­ir að kosn­inga­bar­átt­an sé á „fjöl­skyldu­leg­um nót­um“ og ein­kenn­ist af bræðralagi frem­ur en valda­bar­áttu.

„Bar­áttu­mál­in okk­ar fyr­ir kosn­ing­arn­ar hér eru helst þau að halda uppi þeirri þjón­ustu sem hef­ur verið veitt hér í Stranda­byggð. Við leggj­um áherslu á um­hverf­is­mál og það að fegra og bæta sveit­ar­fé­lagið. Laga göt­ur og gang­stétt­ir og slíkt eft­ir því sem fjár­mun­ir leyfa,“ seg­ir Jón Gísli.

Jón Jóns­son er yngri bróðir Jóns Gísla og odd­viti Vinstri grænna en flokk­ur­inn býður í fyrsta sinn fram í sveit­ar­fé­lag­inu. Jón hef­ur ekki áður setið í sveit­ar­stjórn og seg­ist vilja breyt­ing­ar á vinnu­brögðum í sveit­ar­fé­lag­inu.

„Kosn­inga­bar­átt­an snýst þó ekki um stór­kost­leg kosn­ingalof­orð eða fram­kvæmd­ir því fjár­hag­ur­inn leyf­ir það ekki. Við legg­um áherslu á stjórn­sýsl­una, vinnu­brögð og upp­lýs­ingaflæði inn­an sveit­ar­fé­lags­ins. Vilj­um gera ótal smá­breyt­ing­ar þar sem sam­an­lagt munu mynda sparnað,“ seg­ir Jón.

Ní­undi maður á V – lista er þriðji bróðir­inn og sá yngsti. Sá heit­ir þó ekki Jón held­ur Arn­ar Snæ­berg Jóns­son.

Það er kannski tákn­rænt fyr­ir það bræðralag sem ein­kenn­ir kosn­ing­arn­ar í Stranda­byggð að á kjör­dag ætla list­arn­ir tveir að bjóða kjós­end­um í sam­eig­in­legt kosn­ingakaffi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka