Ingvi Hrafn Jónssson, yfirlýstur sjálfstæðismaður og stjórnandi Hrafnaþings, vinsæls spjallsþáttar um stjórnmál á sjónvarpsstöð hans INN, kom mörgum á óvart er hann kvaðst íhuga að kjósa Jón Gnarr, oddvita Besta flokksins, í þætti sínum í gær.
Jón Kristinn Snæhólm stjórnmálafræðingur er fastagestur í þættinum en hann var meðal annars aðstoðarmaður Vilhjálms Vilhjálmssonar, fv. borgarstjóra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður og fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík, er einnig fastagestur en hann á sæti í „Heimastjórn“ Ingva Hrafns.
Ólöf Nordal var hins vegar „gestaráðherra“ í stjórninni að þessu sinni en gestirnir þrír voru ósammála gestgjafanum.
Hér verður hægt að sjá þátt Ingva Hrafns þegar síða INN verður uppfærð.