Vopnlausir stjórnmálaflokkar

Stefanía Óskarsdóttir rekur mikið fylgi Besta flokksins til megnrar óánægju …
Stefanía Óskarsdóttir rekur mikið fylgi Besta flokksins til megnrar óánægju margra kjósenda með flokkana. mbl.is/Golli

Staða stjórn­mála­flokk­anna er svo slæm að jafn­vel marg­ir stuðnings­menn þeirra eiga í erfiðleik­um með að halda uppi merkj­um þeirra, svo rún­ir trausti eru flokk­arn­ir eft­ir hrunið. Þetta er mat Stef­an­íu Óskars­dótt­ur stjórn­mála­fræðings sem tel­ur óþol gagn­vart flokk­um rót­ina að vin­sæld­um Besta flokks­ins.

„Fylgi­fisk­ur lýðræðis­ins eru stjórn­mála­flokk­ar en þeir þurfa auðvitað að starfa þannig að fólk treysti því sem þar fer fram. Fyr­ir utan að fólk líti svo á að stjórn­mála­kerfið sé ógeðslegt og spillt - og bygg­ir það á heim­ild­um eins og Styrmi [Gunn­ars­syni] - er fólk líka að segja að það sé orðið þreytt á þess­um og hinum, að sama fólkið hafi val­ist aft­ur á list­ana. Þetta er orðið svo mikið óþol sem ein­kenn­ist af grun­semd­um um spill­ingu og van­getu. Það eru flest­ir sam­mála um að það eru ekki all­ir í fram­boði sem ættu að vera í fram­boði.“

- En kem­ur ekki ber­lega í ljós í fylgisaukn­ingu Besta flokks­ins að al­menn­ing­ur tel­ur að flokk­arn­ir hafi ekki stokkað nógu mikið upp hjá sér eft­ir hrunið?

„Jú. Það er mín upp­lif­un. Fólki finnst þetta kerfi hafa farið í vörn fyr­ir sjálft sig. Í staðinn fyr­ir að viður­kenna á ein­læg­leg­an hátt að það hafi kannski ekki verið á réttri leið að þá fór kerfið í ákveðna vörn. Og fólk er að bregðast við því.“

Hefði meiri auðmýkt breytt stöðunni?

- Svo við tök­um dæmi þá leið lang­ur tími þar til Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir og Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir báðust af­sök­un­ar á þætti þeirra í hrun­inu, auk þess sem Hall­dór Ásgríms­son þótti ekki ganga fram af eft­ir­sjá vegna meints þátt­ar hans í hrun­inu í ný­legu Kast­ljósviðtali. Tel­urðu að ef stjórn­mála­menn hefðu gengið fram af meiri auðmýkt að and­rúms­loftið væri hugs­an­lega öðru­vísi?

Stef­an­ía hugs­ar sig þá um og kveðst svo hall­ast að því að svarið sé já. Hún rifjar svo upp að fjöldi þing­manna hafi strax farið í skotlín­una vegna hruns­ins. Sum­ir hafi dregið sig í hlé en aðrir sitji áfram og njóti stuðnings vina sem telji illa að þeim vegið. Hún vík­ur svo að mál­efna­stöðu flokk­anna.

Geta ekki varið stefn­una

„Það er svo óþægi­legt fyr­ir stuðnings­menn flokka að geta ekki varið stefn­una, að geta ekki eytt sínu púðri í að verja stefn­una og tala upp fram­bjóðend­ur. Í staðinn þurfa þeir að af­saka það sem gerðist í fortíðinni og bera í bætiflóka fyr­ir fólk sem vík­ur ekki til hliðar.

Í Bretlandi og víða ann­ars staðar er miklu meiri hefð fyr­ir því að fólk víki af sviðinu um leið og það koma upp smá­vægi­leg­ar efa­semd­ir um heiðarleika eða hvað það er. Það er gert vegna þess að menn þekkja að það er miklu væn­legra til ár­ang­urs fyr­ir heild­ina til að halda áfram að þurfa ekki að vera fast­ur í spor­inu og af­saka ein­hverja til­tekna ein­stak­linga.

Hérna hjá okk­ur er þjóðfé­lagið svo lítið að ein­stak­ling­arn­ir verða svo fyr­ir­ferðamikl­ir,“ seg­ir Stef­an­ía og bend­ir á að mál Sigrún­ar Bjark­ar Jak­obs­dótt­ur, for­manns bæj­ar­stjórn­ar á Ak­ur­eyri og odd­vita sjálf­stæðismanna þar í bæ, hafi orðið til að styrkja í sessi þá út­breiddu skoðun að stjórn­mála­menn ætluðu ekki að læra af reynsl­unni.

Hin fleygu orð

Um­mæl­in sem Stef­an­ía hef­ur eft­ir Styrmi Gunn­ars­son, fv. rit­stjóra Morg­un­blaðsins, eru inn­gangs­orðin í nýrri bók hans, Hrunadans og horfið fé, en orðrétt sagði rit­stjór­inn í sín­um fleygu orðum:

„Ég er bú­inn að fylgj­ast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfé­lag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru eng­in prinsipp, það eru eng­ar hug­sjón­ir, það er ekki neitt. Það er bara tæki­færis­mennska, valda­bar­átta.“

Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.
Stef­an­ía Óskars­dótt­ir stjórn­mála­fræðing­ur. mbl.is
Styrmir ræðir stöðu flokkanna í sunnudagsmogganum.
Styrm­ir ræðir stöðu flokk­anna í sunnu­dags­mogg­an­um. Ljós­mynd/​Krist­inn Ingvars­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert