Jón Gnarr vill stólinn

Jón Gnarr.
Jón Gnarr. mbl.is/Rax

Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, gerir kröfu um borgarstjórastólinn í meirihlutasamstarfi ef flokkurinn fær flest atkvæði í sveitarstjórnarkosningunum á laugardaginn, enda yrði það vilji meirihluta borgarbúa. Þetta kom fram í spjallþætti Sölva Tryggvasonar á Skjá einum í kvöld.

Á vef Sölva á vefnum pressan.is kemur jafnframt fram að Jón Gnarr hyggist ekki ætla að starfa í tveimur störfum eftir kosningar en oddvitinn er sagður hirðskáld Borgarleikhússins.

Upptöku af viðtölum Sölva við oddvita flokkanna má nálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka