Jón Gnarr vill stólinn

Jón Gnarr.
Jón Gnarr. mbl.is/Rax

Jón Gn­arr, odd­viti Besta flokks­ins, ger­ir kröfu um borg­ar­stjóra­stól­inn í meiri­hluta­sam­starfi ef flokk­ur­inn fær flest at­kvæði í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um á laug­ar­dag­inn, enda yrði það vilji meiri­hluta borg­ar­búa. Þetta kom fram í spjallþætti Sölva Tryggva­son­ar á Skjá ein­um í kvöld.

Á vef Sölva á vefn­um press­an.is kem­ur jafn­framt fram að Jón Gn­arr hygg­ist ekki ætla að starfa í tveim­ur störf­um eft­ir kosn­ing­ar en odd­vit­inn er sagður hirðskáld Borg­ar­leik­húss­ins.

Upp­töku af viðtöl­um Sölva við odd­vita flokk­anna má nálg­ast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert