Engar breytingar verða á fjölda bæjarfulltrúa hjá þeim þremur framboðum sem bjóða fram í Fjarðabyggð samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu í gær.
Fjarðalistinn og Framsóknarflokkurinn mynda meirihluta í Fjarðabyggð og mun sá meirihluti halda verði niðurstöður kosninga á laugardaginn í samræmi við niðurstöður könnunarinnar. Fjarðalistinn og Sjálfstæðisflokkurinn bæta við sig fylgi frá síðustu kosningum.
Fram kemur í Fréttablaðinu að samkvæmt könnuninni fengi Fjarðalistinn 4 fulltrúa, Sjálfstæðisflokkur 2 og Framsóknarflokkur 2.