Mikið forskot Besta flokksins

Besti flokk­ur­inn vinn­ur mik­inn kosn­inga­sig­ur í borg­inni sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un sem unn­in var fyr­ir Morg­un­blaðið. Flokk­ur­inn fær sam­kvæmt henni 43,1% at­kvæða og sjö full­trúa í borg­ar­stjórn, sem er ein­um borg­ar­full­trúa frá því að ná hrein­um meiri­hluta.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn nýt­ur næst­mests fylg­is í borg­inni, sam­kvæmt könn­un­inni. 28,8% svar­enda sögðust ætla að kjósa flokk­inn ef gengið yrði til kosn­inga þann dag sem spurt var, sem þýðir að flokk­ur­inn fengi fimm full­trúa kjörna. Könn­un­in fór fram dag­ana 20. til 24. maí.

Sam­fylk­ing­una sögðust 16,6% þeirra sem tóku af­stöðu til flokk­anna ætla að kjósa og fær flokk­ur­inn sam­kvæmt því tvo full­trúa í borg­ar­stjórn. Loks fær Vinstri­hreyf­ing­in – grænt fram­boð einn borg­ar­full­trúa, sam­kvæmt könn­un­inni, en 6,3% sögðust ætla að kjósa flokk­inn.

Besti flokk­ur­inn er vin­sælli en aðrir flokk­ar í öll­um ald­urs­hóp­um nema ein­um, sam­kvæmt könn­un­inni nema í elsta flokkn­um, 55 til 75 ára, þar sem  37%  sögðust myndu kjósa Sjálf­stæðis­flokk­inn en 26,2% Besta flokk­inn. Besti flokk­ur­inn nýt­ur lang mest fylg­is meðal yngsta ald­ur­hóps­ins, 18 til 24 ára, eða 68,2% svar­enda.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert