Mikið forskot Besta flokksins

Besti flokkurinn vinnur mikinn kosningasigur í borginni samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem unnin var fyrir Morgunblaðið. Flokkurinn fær samkvæmt henni 43,1% atkvæða og sjö fulltrúa í borgarstjórn, sem er einum borgarfulltrúa frá því að ná hreinum meirihluta.

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur næstmests fylgis í borginni, samkvæmt könnuninni. 28,8% svarenda sögðust ætla að kjósa flokkinn ef gengið yrði til kosninga þann dag sem spurt var, sem þýðir að flokkurinn fengi fimm fulltrúa kjörna. Könnunin fór fram dagana 20. til 24. maí.

Samfylkinguna sögðust 16,6% þeirra sem tóku afstöðu til flokkanna ætla að kjósa og fær flokkurinn samkvæmt því tvo fulltrúa í borgarstjórn. Loks fær Vinstrihreyfingin – grænt framboð einn borgarfulltrúa, samkvæmt könnuninni, en 6,3% sögðust ætla að kjósa flokkinn.

Besti flokkurinn er vinsælli en aðrir flokkar í öllum aldurshópum nema einum, samkvæmt könnuninni nema í elsta flokknum, 55 til 75 ára, þar sem  37%  sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn en 26,2% Besta flokkinn. Besti flokkurinn nýtur lang mest fylgis meðal yngsta aldurhópsins, 18 til 24 ára, eða 68,2% svarenda.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert