Ekki skipað í rannsóknarnefnd

Þorleifur Gunnlaugsson.
Þorleifur Gunnlaugsson.

Borg­ar­ráðsfull­trúi Vinstri grænna gagn­rýndi á fundi borg­ar­ráðs Reykja­vík­ur í dag að að ekki skyldi skipað í sér­staka rann­sókn­ar­nefnd borg­ar­inn­ar á fund­in­um í dag eins og til stóð.  Málið var ekki á dag­skrá borg­ar­ráðs í dag.

Borg­ar­ráð samþykkti 6. maí sl. að skipa nefnd til að fram­kvæma viðamikla rann­sókn á stjórn­sýslu, stjórn­kerfi, og aðkomu stjórn­mála­fólks, að fjár­hags­leg­um ákvörðunum á und­an­förn­um árum.

Þor­leif­ur Gunn­laugs­son, borg­ar­full­trúi VG, seg­ir í bók­un sem hann lagði fram á borg­ar­ráðsfund­in­um í dag, að til hafi staðið að skipa í nefnd­ina á borg­ar­stjórn­ar­fundi 18. maí en þegar ljóst var að það tæk­ist ekki hefði Þor­leif­ur lagt til að skipað yrði í nefnd­ina á borg­ar­ráðsfund­in­um í dag.

„Borist hef­ur fjöldi um­sókna og til­nefn­inga í nefnd­ina og um það var rætt að málið hefði for­gang þegar tíma­frest­ur væri liðinn sem var á mánu­dags­kvöld. Borg­ar­stjóri boðaði fund um málið sem svo var afboðaður stuttu síðar, þannig að eng­in vinna kjör­inna full­trúa hef­ur farið fram vegna skip­un­ar í  nefnd­ina og málið er ekki á aug­lýstri dag­skrá borg­ar­ráðs þrátt fyr­ir ákvörðun borg­ar­stjórn­ar. Þar með er það senni­lega full­reynt, nú tveim­ur dög­um fyr­ir kosn­ing­ar að ákvörðun um um­fangs­mikla rann­sókn á stjórn­sýslu borg­ar­inn­ar var bara „djók“ í huga Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur og fé­laga," seg­ir í bók­un Þor­leifs. 

Þor­leif­ur sagði við mbl.is, að eng­in niðurstaða hefði feng­ist á fundi borg­ar­ráðs í dag og því óljóst hvar málið sé á vegi statt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert