Meirihlutinn fallinn í Kópavogi

Frá Kópavogi.
Frá Kópavogi. mbl.is/Árni Sæberg

Meirihlutinn í Kópavogi er fallinn samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. Samkvæmt könnuninni ná tvö ný framboð inn manni á kostnað Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

Um er að ræða símakönnun sem gerð var í gær og náði til 800 manns, en svarhlutfall var 60%. Samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar nær Framsókn inn einum manni eins og nú og Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fjórum en er núna með fimm. Þetta þýðir að núverandi meirihluti er fallinn. 

Frjálslyndi flokkurinn nær ekki inn manni, Samfylkingin nær inn þremur en er nú með fjóra, Vinstri grænir ná inn einum manni eins og núna meðan Listi Kópavogsbúa og Næst besti flokkurinn ná inn sitt hvorum manninum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka