Meirihlutinn fallinn í Kópavogi

Frá Kópavogi.
Frá Kópavogi. mbl.is/Árni Sæberg

Meiri­hlut­inn í Kópa­vogi er fall­inn sam­kvæmt nýrri könn­un Stöðvar 2 og Frétta­blaðsins sem greint var frá í kvöld­frétt­um Stöðvar 2. Sam­kvæmt könn­un­inni ná tvö ný fram­boð inn manni á kostnað Sam­fylk­ing­ar og Sjálf­stæðis­flokks.

Um er að ræða síma­könn­un sem gerð var í gær og náði til 800 manns, en svar­hlut­fall var 60%. Sam­kvæmt niður­stöðu könn­un­ar­inn­ar nær Fram­sókn inn ein­um manni eins og nú og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn nær inn fjór­um en er núna með fimm. Þetta þýðir að nú­ver­andi meiri­hluti er fall­inn. 

Frjáls­lyndi flokk­ur­inn nær ekki inn manni, Sam­fylk­ing­in nær inn þrem­ur en er nú með fjóra, Vinstri græn­ir ná inn ein­um manni eins og núna meðan Listi Kópa­vogs­búa og Næst besti flokk­ur­inn ná inn sitt hvor­um mann­in­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka