Skoða ekki styrki til Steinunnar

Umbótanefndin sem Samfylkingin skipaði í apríl mun ekki skoða styrki til Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur samkvæmt embættisbréf til nefndarinnar. Nefndinni er gert að skoða tímabilið maí 2007 til janúar 2009 en Steinunn þáði samtals 12,8 milljóna króna styrki vegna prófkjara árið 2006. 

Skipun nefndarinnar var ákveðin á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar, sem haldinn var í kjölfar útkomu skýrslu rannsóknanefndar Alþingis í apríl. Hún á meðal annars að fara yfir styrkveitingar til einstakra stjórnmálamanna flokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert