Besti flokkurinn fær 7 borgarfulltrúa kjörna í Reykjavík á laugardag samkvæmt könnun, sem Fréttablaðið birtir í dag. Sjálfstæðisflokkurinn fær 4 fulltrúa, Samfylkingin 3 og Vinstri grænir 1 miðað við könnunina.
Fylgi Besta flokksins mælist 40,9% og dregur heldur úr því miðað við könnun, sem Morgunblaðið birti á miðvikudag og Stöð 2 á föstudag. Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist 26,7% í könnuninni, Fylgi Samfylkingarinnar 18,3% og Vinstri grænna 8,9%. Fylgi Framsóknarflokksins mælist 2,6%, H-listans 1,5% og Frjálslynda flokksins 0,6%.
Hringt var í 800 Reykvíkinga í gærkvöldi og sögðust 26,1% enn óákveðin og 12,8% ætla ekki að kjósa eða skila auðu, að því er kemur fram í Fréttablaðinu.