Næst bestir vilja ógilda utankjörfundaratkvæði

Fyrstu þrír frambjóðendur Næst besta flokksins, fv. Erla Karlsdóttir, Hjálmar …
Fyrstu þrír frambjóðendur Næst besta flokksins, fv. Erla Karlsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson og Benedikt Nikulás Anes Ketilsson.

„Næst besti flokk­ur­inn hef­ur sent yfir­kjör­stjórn í Kópa­vogi at­huga­semd við fram­kvæmd kosn­inga þar sem farið er fram á að öll at­kvæði greidd fyr­ir 9.maí verði lát­in niður falla.

Að sögn aðstand­enda Næst besta flokks­ins tel­ur flokk­ur­inn að jafn­ræðis sé ekki gætt þar sem utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðsla hefj­ist 32 dög­um áður en fram­boðsfrest­ur renn­ur úr. Kjós­end­ur viti því ekki hverj­ir eru í fram­boði fyrstu fimm vik­ur utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðslu. 

Þá tel­ur flokk­ur­inn óeðli­legt að kjör­stjórn gangi út frá því við upp­haf utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðslu þann 6.apríl síðastliðinn. að stjórn­mála­flokk­arn­ir fjór­ir;Sam­fylk­ing, Sjálf­stæðis­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokk­ur og Vinstri græn, séu í fram­boði jafn­vel þótt flokk­arn­ir hafi ekki staðfest fram­boð fyrr en á sama tíma og önn­ur fram­boð, eða þann 9.maí.

Bréf Næst besta flokks­ins til kjör­stjórn­ar í heild sinni:

Umboðsmenn Næst Besta Flokks­ins gera at­huga­semd­ir við fram­kvæmd utan­kjörstaðaat­kvæðagreiðslu í Kópa­vogi í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um 2010.

Við telj­um óeðli­legt að utan­kjörstaðar­fund­ur hefj­ist  32 dög­um áður en fram­boðin hafa skilað inn sín­um list­um og fram­boðin aug­lýst með lög­form­leg­um hætti.

Utan­kjörstaðafund­ur hófst   6.apríl  en fram­boðin voru ekki staðfest fyrr en 9 maí.

Kjós­end­um í Kópa­vogi gafst þar af leiðandi ekki kost­ur á að kjósa þau þrjú fram­boð sem komu fram eft­ir ní­unda maí. Einnig má benda á að fram­boð hinna flokk­anna fjög­urra voru ekki staðfest fyrr en 9.maí.

Þá voru í kjör­klefa stimpl­ar merkt­ir þeim list­um og kann það að virka leiðbein­andi fyr­ir kjós­and­ann þó svo þess­ir list­ar væru í raun ekki form­lega í fram­boði. Þar af leiðandi telj­um að ekki sé gætt jafn­ræðis við fram­kvæmd kosn­ing­anna.

Því ósk­um við þess að öll utan­kjör­fund­ar­at­kvæði greidd fyr­ir 9.maí falli dauð og ómerk.

F.h. Næst Besta Flokks­ins

Erla Karls­dótt­ir

Bene­dikt  N.A. Ket­ils­son

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert