VG útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokk

Sóley Tómasdóttir í förðun fyrir útsendingu í sjónvarpssal.
Sóley Tómasdóttir í förðun fyrir útsendingu í sjónvarpssal. Eggert Jóhannesson

Í máli Sól­eyj­ar Tóm­as­dótt­ur í umræðuþætti Sjón­varps­ins með odd­vit­um flokk­anna í Reykja­vík í kvöld kom fram að hún úti­lok­ar meiri­hluta­sam­starf við Sjálf­stæðis­flokk­inn að lokn­um kosn­ing­um.

Sól­ey sagði að það væri grund­vall­armun­ur á hug­mynda­fræði Sjálf­stæðis­flokks og Vinstri grænna og hún teldi að sá mun­ur væri ger­sam­lega ósam­ræm­an­leg­ur. „Ég veit ekki hvað þyrfti að ger­ast til að ég geti leitt Sjálf­stæðis­flokk­inn áfram til valda," sagði Sól­ey.

Dag­ur B. Eggerts­son odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hef­ur áður sagt sam­starf við Sjálf­stæðis­flokk­inn lang­sótt, eins og mbl.is hef­ur greint frá. Hann ít­rekaði það í þætt­in­um í kvöld og sagði að á kjör­tíma­bil­inu hefðu krist­all­ast ákveðin ágrein­ings­mál við Sjálf­stæðis­flokk­inn, sem væru grund­vall­ar­mál kosn­inga­bar­átt­unn­ar nú.

„Það eru ör­fá­ar vik­ur liðnar frá því okk­ur greindi á við meiri­hlut­ann í borg­ar­stjórn um hvernig ætti að ráðstafa fjár­mun­um til næstu þriggja ára. Sjálf­stæðis­flokk­ur og Fram­sókn­ar­flokk­ur skáru niður fram­kvæmd­ir um 70% og viðhald um 50% þótt við vit­um að þetta eru skjót­virk­ustu úrræðin gegn at­vinnu­leys­inu," sagði Dag­ur, sem viður­kenndi að staðan, sem kem­ur upp eft­ir kosn­ing­arn­ar gæti orðið mjög flók­in.

„Þetta hef­ur verið sér­stök kosn­inga­bar­átta og að miklu leyti mjög skemmti­leg en ég get ekki sagt að ég sé miklu nær um fyr­ir hvað Jón Gn­arr og fé­lag­ar hans standa í mörg­um mál­um." 

Jón Gn­arr, odd­viti Besta flokks­ins, sagði að flokk­ur­inn væri þver­póli­tísk­ur. „Við erum til­bú­in að vinna með öll­um, sama í hvaða flokki þeir eru; við för­um ekki í flokks­grein­ingarálit," sagði Jón. „Við erum til­bún­ir að vinna með öll­um sem hafa eitt­hvað til mál­anna að leggja og eru til­bú­in til að leggja hönd á plóg­inn." 

Jón sagðist aðspurður lík­lega myndi gera kröfu um borg­ar­stjóra­stól ef hann færi í meiri­hluta­sam­starf við aðra flokka. 

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir borg­ar­stjóri og odd­viti Sjálf­stæðis­flokks sagðist ekki telja rétt að kjörn­ir full­trú­ar borg­ar­búa úti­lokuðu sam­starf við aðra.  Borg­ar­full­trú­ar væru kosn­ir af fólk­inu í borg­inni til að sinna verk­efn­um fyr­ir borg­ar­búa, reka borg­ina og stýra mál­um.

„Við höf­um ekk­ert leyfi, finnst mér, til að úti­loka sam­starf við ákveðna flokka og ákveðið fólk. Það er full­trú­ar ákveðinna flokka og þar með full­trú­ar fólks­ins í borg­inni. Eig­um við þá að segja: Ég ætla ekki að vinna fyr­ir fólkið sem kaus Sól­ey og kaus Dag?" sagði Hanna Birna.  „Mig lang­ar ekk­ert meira en að vinna vel fyr­ir borg­ar­búa og ég er reiðubú­in til að gera það með hverj­um þeim sem er á sömu veg­ferð og ég." 

Ein­ar Skúla­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði að sam­starfið við Sjálf­stæðis­flokk­inn hefði gengið vel á síðari hluta kjör­tíma­bils­ins en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefði hins veg­ar ekki góða reynslu af sam­starfi við Sjálf­stæðis­flokk. „Verstu tím­ar Fram­sókn­ar hafa verið í sam­starfi við Sjálf­stæðis­flokk og þá er ég að vísa til þeirra tíma sem Davíð Odds­son var for­sæt­is­ráðherra og menn voru allt of und­an­láts­sam­ir og sýndu ekki nægi­leg­an styrk," sagði Ein­ar. Hann sagði, að flokk­ur­inn væri nú á fullu að reyna að breyta og bæta og laga til. 

Ein­ar sagði að kom­ist hann í borg­ar­stjórn væri hann til­bú­inn til að skoða sam­starf við hvern sem er en vildi fyrst sjá hver vilji kjós­enda væri.

Ólaf­ur F. Magnús­son, odd­viti H-list­ans, sagðist ekki sækj­ast eft­ir borg­ar­stjóra­embætti á næsta kjör­tíma­bili. Hann sagðist vera til­bú­inn til að vinna með öll­um nema Fram­sókn­ar­flokkn­um en sá flokk­ur væri aðal­meinið í borg­inni.

Oddvitar framboðanna í Reykjavík í sjónvarpssal í kvöld.
Odd­vit­ar fram­boðanna í Reykja­vík í sjón­varps­sal í kvöld. Eggert Jó­hann­es­son
Oddvitar framboðanna í Reykjavík í sjónvarpssal.
Odd­vit­ar fram­boðanna í Reykja­vík í sjón­varps­sal. Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert