Vill hvítflibbafangelsi

Jón Gnarr
Jón Gnarr mbl.is/Rax

Jón Gn­arr, odd­viti Besta flokks­ins, vill fjár­magna kosn­ingalof­orð sín með því að end­ur­skoða styrk­veit­ing­ar Reykja­vík­ur­borg­ar. Þá sagðist hann vilja nýta hús­næði borg­ar­inn­ar á Arn­ar­holti og Kjal­ar­nesi und­ir alþjóðlega hvít­flibb­akrimma enda ljóst að slík­um föng­um muni fjölga mikið á næstu árum bæði hér og er­lend­is. Þetta kom fram í umræðum odd­vita flokk­anna í Reykja­vík sem fram fóru á Stöð 2 nú und­ir kvöld.

„Þetta eru menn sem eru ekki bein­lín­is hættu­leg­ir nema þeir kom­ist í bók­hald eða netteng­ingu. Þetta er stórt vanda­mál bæði í Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu,“ sagði Jón Gn­arr. Tók hann fram að slíkt fang­elsi myndi ekki aðeins skapa störf fyr­ir fanga­verði held­ur einnig fjöldi beinna og óbeinna starfa. Nefndi hann í því sam­hengi sér­fræðimenntuð störf sál­fræðinga, lækna, fé­lags­fræðinga og af­brota­fræðinga.  

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks og borg­ar­stjóri, seg­ir ljóst að gjald­skrár þurfi á ein­hverj­um tíma­punkti á næstu fjór­um árum að hækka í sam­ræmi við hækk­andi verðlag í sam­fé­lag­inu.

Dag­ur B. Eggerts­son, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, vill flýta fram­kvæmd­um og auka viðhalds­verk­efni á veg­um borg­ar­inn­ar. Hann vill einnig fjölga sum­arstörf­um fyr­ir ungt fólk. Í dag eru sjö þúsund Reyk­vík­ing­ar at­vinnu­laus­ir. Að mati Dags þarf að skapa a.m.k. fimm þúsund ný störf á næsta ári. Tók hann fram að borg­in ein gæti ekki gert það held­ur þyrfti að koma til gott sam­starf við at­vinnu­lífið, verka­lýðshreyf­ing­una og ríkið.

Borg­in þarf að axla ábyrgð sem at­vinnu­rek­andi

Sól­ey Tóm­as­dótt­ir, odd­viti Vinstri græna, sagði ljóst að borg­in þyrfti að axla ábyrgð sem at­vinnu­rek­andi. Benti hún að hjá borg­inni starfi nú átta þúsund manns og mik­ill feng­ur væri í því að leita til þeirra eft­ir hug­mynd­um. Jafn­framt sé ljóst að fara þurfi í auk­in viðhalds­verk­efni og í því sam­hengi ætti að bæta aðgeng­is­mál fatlaðra.

Ein­ar Skúla­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks, lagði áherslu á aukið íbúa­lýðræði. Að hans mati ættu 5% borg­ar­búa að nægja til þess að setja mál á dag­skrá. Lagði hann áherslu á að efla borg­ina sem ferðamannastað, ekki síst fyr­ir fjöl­skyld­ur.

Að mati Dags þurfa sveit­ar­fé­lög­in á höfuðborg­ar­svæðinu að vinna mun bet­ur sam­an en verið hef­ur.

Fram­bjóðend­ur voru spurðir um af­stöðu þeirra til flug­vall­ar­ins í Vatns­mýr­inni og töldu bæði Dag­ur og Sól­ey að flug­vall­ar­málið væri ekki kosn­inga­mál í kom­andi kosn­ing­um enda mörg önn­ur brýnni sam­fé­lags­mál. Bentu þau bæði á hann myndi með tím­an­um fara. Ein­ar lagði áherslu á að flug­völl­ur­inn færi ekki úr Vatns­mýr­inni fyrr en búið er að finna jafn­góðan eða betri stað. 

Hug­mynd­in um Disney­land var grín

Jón Gn­arr viður­kenndi að hug­mynd Besta flokks­ins þess efn­is að opna Disneyg­arð í Vatns­mýr­inni væri aðeins grín. Spurður hvað fleira í stefnu­skrá flokks­ins sé grín vék Jón Gn­arr sér und­an því að svara og tók fram að kjós­end­ur væru sjálf­ir vel í stakk bún­ir til þess að greina á milli þess hvað væri grín og hvað ekki. Sagðist hann trúa því að hann yrði mjög góður í stóli borg­ar­stjóra. 

Hanna Birna var innt eft­ir því hvort hún teldi að hún sæti enn sem borg­ar­stjóri eft­ir helgi sagðist hún von­ast til þess og benti á þau góðu mál sem meiri­hlut­inn hefði unnið að í borg­inni á síðustu árum. Viður­kenndi hún að það væri bæði per­sónu­leg og póli­tísk von­brigði að fylgi Sjálf­stæðis­flokks væri ekki meira á nú­ver­andi tíma­punkti. Ítrekaði hún að hún treysti sér til þess að vinna með full­trú­um allra flokk­anna sem bjóða fram í borg­inni. Minnti hún á ákall sitt um þjóðstjórn í borg­inni.

Aðspurður sagðist Dag­ur til­bú­inn í sam­starf, en það yrði að vera byggt á mjög skýr­um mark­miðum. Lagði hann í því sam­hengi áherslu á at­vinnu­mál­in.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn enn ekki axlað ábyrgð

Sól­ey var spurð hvort hún væri til í sam­starf við Besta flokk­inn fái hann sjö borg­ar­full­trúa og Vinstri græn­ir einn sagðist hún ekki úti­loka neitt. Hún ít­rekaði hins veg­ar að sam­starfið snér­ist um mál­efn­in. Notaði hún tæki­færið til þess að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hefði enn ekki axlað ábyrgð á sín­um þætti í efna­hags­hrun­inu og því skip­broti sem hug­mynda­fræði flokks­ins hefði leitt til í sam­fé­lag­inu. Sök­um þessa væri úti­lokað að vinstri græn­ir gætu starfað með sjálf­stæðismönn­um í meiri­hluta. 

Hanna Birna var innt viðbragða við þessu og ít­rekaði hún að hún treysti sér fylli­lega til þess að vinna með Sól­eyju og rifjaði upp að gott sam­starf hefði verið á síðustu tveim­ur árum í borg­inni þvert á flokka. 

Jón Gn­arr seg­ist ekki úti­loka sam­starf við neinn sem er til­bú­inn til þess að vinna að góðum mál­efn­um. Mót­mælti hann þeim orðum Hönnu Birnu að Reyk­vík­ing­um líði vel og sagði ljóst að borg­ar­bú­ar séu marg­ir hrædd­ir og áhyggju­full­ir út af framtíðinni. 

Sóley Tómasdóttir
Sól­ey Tóm­as­dótt­ir
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir
Dagur B. Eggertsson
Dag­ur B. Eggerts­son mbl.is/​Golli
Einar Skúlason
Ein­ar Skúla­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert