„Mér finnst vera ákveðin uppgjöf í gangi í samfélaginu. Ég kann ekki nógu vel við það. Við vorum að reyna að bregðast við með endurnýjun og breytingum. Samkvæmt því sem útlit er fyrir þá erum við ekki örugg með neitt sæti í Reykjavík. Mönnum finnst greinilega ekki verið gert nóg,“ segir Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Einar segir að það hafi vantað meiri umræðu um málefni í
kosningabaráttunni. „Mér finnst það leiðinlegt af því að ég held að
kjósendur hafi ekki almennilega gert sér fyrir um hvað kosningarnar
snerust. Ekki fjöldinn,“ segir Einar.
„Ég er eiginlega hissa á því hvað Sjálfstæðisflokkurinn kemur sterkur út úr þessu miðað við umræðuna [...] Mér fannst persónulega þeir ekki búnir að gera næga grein fyrir sínum málum. En kjósendur eru þá greinilega á öðru máli,“ segir Einar. Sjálfstæðismenn megi fyrst og fremst þakka Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.
„Ég spái því að við fáum yfir 3000 atkvæði í heildina. Spurningin er
hvort við förum yfir 4000,“ segir Einar Skúlason, oddviti
Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann á hins vegar ekki von á því að
3000 atkvæði dugi til að hann hljóti sæti í borgarstjórn.