Elsti kjósandinn í Borgarnesi

Frænkurnar Guðrún María og Eyja á Horninu.
Frænkurnar Guðrún María og Eyja á Horninu. mbl.is/Theodór

Hún Ragney Eggertsdóttir, eða Eyja á Horninu eins og hún er oftast nefnd, mætti á kjörstað í Borgarnesi fyrir hádegið alveg eldhress enda verður hún ekki nema 99 ára þann 13. júní næstkomandi. 

Fyrir utan kjörstað hitti hún Guðrúnu Maríu Harðardóttur frænku sína og tóku þær tal saman.  Þær grínuðust með það að Eyja væri í svo skrautlegri peysu að það væri ómögulegt að vita hvað hún ætlaði að kjósa. 

Kosið er núna í fyrsta skipti í húsi nýja Menntaskólans í Borgarnesi en margir fóru af gömlum vana fyrst í barnaskólann þar sem kosið hefur verið árum saman en komu þar að læstu húsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert