Gjörbreytt landslag

Hanna Birna Kristjánsdóttir ásamt þeim Einari Skúlasyni og Sóleyju Tómasdóttur …
Hanna Birna Kristjánsdóttir ásamt þeim Einari Skúlasyni og Sóleyju Tómasdóttur í Ráðhúsinu í kvöld.

„Þetta er auðvitað gjörbreyting á landslaginu í borgarpólitíkinni. Þarna eru bara þrír flokkar. Áður hafa þeir verið fimm. Þannig að þetta er mikil breyting á því umhverfi sem hefur verið,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 

„Við hljótum að vera sátt við niðurstöðuna. Við erum að mælast umtalsvert hærra en við höfum verið að mælast í könnunum á nýliðnum vikum,“ segir Hanna Birna ennfremur. „Við höfum verið í mikilli sókn á undanförnum dögum. Við hljótum að vera sátt við það. Þetta hljóta að vera góð tíðindi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem í síðustu Alþingiskosningum var með 22% í Reykjavík.“

Hún vill óska Besta flokknum til hamingju með að vera stíga inn á vettvang borgarstjórnmálanna. „Ég hlakka bara til að vinna með þeim.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert