Gleymdi persónuskilríkjum

Jón Gnarr ræðir við starfsmenn í Ráðhúsinu á meðan beðið …
Jón Gnarr ræðir við starfsmenn í Ráðhúsinu á meðan beðið var eftir veskinu.

Jón Gn­arr, leiðtogi Besta flokks­ins í Reykja­vík, reynd­ist ekki vera með per­sónu­skil­ríki þegar hann kom á kjörstað í Ráðhúsi Reykja­vík­ur um klukk­an 11 í dag. Hann hafði skipt um föt á kosn­inga­skrif­stofu flokks­ins áður en hann kom á kjörstað og gleymt skil­ríkj­un­um.

Nú voru góð ráð dýr en Jón bað kosn­inga­stjóra sinn, sem var með hon­um í för, að skreppa út á skrif­stof­una, sem er í Aðalstræti, og ná í veskið. Þegar hún var ný­far­in bar þar að full­trúa kjör­stjórn­ar sem sagðist geta vottað, að Jón væri sá sem hann segðist vera. Jón fékk því að kjósa.

Hjá kjör­stjórn í Reykja­vík feng­ust þær upp­lýs­ing­ar að það þyrfti alltaf reglu­lega að grípa til slíkra ráðstaf­ana. Í þeim til­vik­um þarf sá sem vott­ar að sá sem vill kjósa sé sá sem hann er að fylla út sér­stakt eyðublað og sjálf­ur að fram­vísa per­sónu­skil­ríkj­um. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um blaðamanns mbl.is er það oft­ast eldri borg­ar­ar á níræðis- og tíræðis­aldri sem þurfa að láta votta hverj­ir þeir eru þar sem þeir eigi stund­um eng­in per­sónu­skil­ríki, t.d. hvorki vega­bréf eða de­bet­kort. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert