„Kemur ekki á óvart“

Ármann Kr. Ólafsson.
Ármann Kr. Ólafsson.

„Þetta kemur í rauninni ekki á óvart. Þetta er í samræmi við það sem síðasta könnun sagði til um,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, spurður út í viðbrögð við fyrstu tölum.

„Það eru þrjú ný framboð hérna í Kópavogi. sem þýðir að dreifingin verður meiri. Og líka í ljósi þess að það hefur mikið rót verið á fylginu, þá er þetta í samræmi við það sem ég bjóst við, og er mjög ánægður með að við fáum fjóra menn.“

Skv. fyrstu tölum er meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins fallinn. Ármann segist vilja að meirihlutinn haldi. 

„Við erum að auka við okkur fylgi miðað við síðustu skoðanakönnun. Þannig að ég tel að ég geti vel við unað.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert