Kjörsókn fer hægt af stað

Kjósendur í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.
Kjósendur í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. mbl.is/Ómar

Kjörsókn virðist fara ívið hægar af stað í yfirstandandi sveitarstjórnarkosningum víðast hvar á landinu nema helst á Akureyri samanborið við kosningarnar árið 2006. 

Í Reykjavík höfðu kl. 11 í dag kosið alls 4.897 manns kosið sem  5,71% af þeim 85.781 borgarbúa sem eru á kjörskrá. Árið 2006 höfðu á sama tíma kosið 6,78% þeirra sem voru á kjörskrá.

Í Kópavogi höfðu 1182 kosið klukkan 11, þar af 614 karlar og 568 konur. Er það 5,5% kjörsókn. Í Hafnarfirði höfðu 874 kosið, þar af 414 konur og 460 karlar. Kjörsóknin þar var 4,9%. 

Á Akureyri höfðu 1.147 manns kosið sem er 8, 98% þeirra 12.775 íbúa sem eru á kjörskrá. Í sveitarstjórnarkosningunum árið 2006 höfðu 6,51% þeirra sem voru á kjörskrá kosið á sama tíma, en í  alþingiskosningunum 2009 höfðu á sama tíma kosið 8,29%. Að sögn Helga Teits Helgasonar, formanns kjörstjórnar á Akureyri, hefur verið jafn og góður straumur kjósenda á kjörstað í allan morgun sem skýrist kannski af góðu veðri sem geri það að verkum að fólk vilji gjarnan taka daginn snemma. 

Í Árborg höfðu 468 manns kosið sem er 8,6% þeirra 5.450 sem á kjörskrá eru. Það er heldur minni kjörsókn en í sveitarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum þegar 9,3% kjósenda höfðu kosið kl. 11. 

Á Egilsstöðum höfðu rétt fyrir kl. 11 kosið 240 manns sem er rétt tæplega 10% þeirra 2.434 sem eru á kjörskrá. Að sögn Bjarna G. Björgvinssonar, formanns kjörstjórnar á Fljótsdalshéraði, er þetta heldur minni kjörsókn en í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Segir hann kosningarnar hafa rólega af stað, en hins vegar bendi margt til þess að straumurinn sé að aukast samfara batnandi veðri fyrir austan. 

Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, kaus í Ráðhúsinu …
Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, kaus í Ráðhúsinu ásamt Adrianus Philip Schalk, eiginmanni sínum. mbl.is/Ómar
Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi og oddviti H-listans, kom á kjörstað …
Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi og oddviti H-listans, kom á kjörstað ásamt Önnu G. Stefánsdóttur, móður sinni. mbl.is/hag
Einar Skúlason kaus í Ráðhúsinu.
Einar Skúlason kaus í Ráðhúsinu. mbl.is/Ómar
Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kaus …
Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kaus í Breiðagerðisskóla ásamt Vilhjálmi Jens Árnasyni, eiginmanni sínum.
Arna Dögg Einarsdóttir og Dagur B. Eggertsson með tvö af …
Arna Dögg Einarsdóttir og Dagur B. Eggertsson með tvö af börnum sínum. Þau kusu í Ráðhúsinu. mbl.is/Ómar
Jón Gnarr, leiðtogi Besta flokksins, kaus í Ráðhúsinu.
Jón Gnarr, leiðtogi Besta flokksins, kaus í Ráðhúsinu. mbl.is/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert