Kjörsókn fer hægt af stað

Kjósendur í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.
Kjósendur í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. mbl.is/Ómar

Kjör­sókn virðist fara ívið hæg­ar af stað í yf­ir­stand­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um víðast hvar á land­inu nema helst á Ak­ur­eyri sam­an­borið við kosn­ing­arn­ar árið 2006. 

Í Reykja­vík höfðu kl. 11 í dag kosið alls 4.897 manns kosið sem  5,71% af þeim 85.781 borg­ar­búa sem eru á kjör­skrá. Árið 2006 höfðu á sama tíma kosið 6,78% þeirra sem voru á kjör­skrá.

Í Kópa­vogi höfðu 1182 kosið klukk­an 11, þar af 614 karl­ar og 568 kon­ur. Er það 5,5% kjör­sókn. Í Hafnar­f­irði höfðu 874 kosið, þar af 414 kon­ur og 460 karl­ar. Kjör­sókn­in þar var 4,9%. 

Á Ak­ur­eyri höfðu 1.147 manns kosið sem er 8, 98% þeirra 12.775 íbúa sem eru á kjör­skrá. Í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um árið 2006 höfðu 6,51% þeirra sem voru á kjör­skrá kosið á sama tíma, en í  alþing­is­kosn­ing­un­um 2009 höfðu á sama tíma kosið 8,29%. Að sögn Helga Teits Helga­son­ar, for­manns kjör­stjórn­ar á Ak­ur­eyri, hef­ur verið jafn og góður straum­ur kjós­enda á kjörstað í all­an morg­un sem skýrist kannski af góðu veðri sem geri það að verk­um að fólk vilji gjarn­an taka dag­inn snemma. 

Í Árborg höfðu 468 manns kosið sem er 8,6% þeirra 5.450 sem á kjör­skrá eru. Það er held­ur minni kjör­sókn en í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um fyr­ir fjór­um árum þegar 9,3% kjós­enda höfðu kosið kl. 11. 

Á Eg­ils­stöðum höfðu rétt fyr­ir kl. 11 kosið 240 manns sem er rétt tæp­lega 10% þeirra 2.434 sem eru á kjör­skrá. Að sögn Bjarna G. Björg­vins­son­ar, for­manns kjör­stjórn­ar á Fljóts­dals­héraði, er þetta held­ur minni kjör­sókn en í síðustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Seg­ir hann kosn­ing­arn­ar hafa ró­lega af stað, en hins veg­ar bendi margt til þess að straum­ur­inn sé að aukast sam­fara batn­andi veðri fyr­ir aust­an. 

Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, kaus í Ráðhúsinu …
Sól­ey Tóm­as­dótt­ir, odd­viti Vinstri grænna í Reykja­vík, kaus í Ráðhús­inu ásamt Adri­an­us Phil­ip Schalk, eig­in­manni sín­um. mbl.is/Ó​mar
Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi og oddviti H-listans, kom á kjörstað …
Ólaf­ur F. Magnús­son, borg­ar­full­trúi og odd­viti H-list­ans, kom á kjörstað ásamt Önnu G. Stef­áns­dótt­ur, móður sinni. mbl.is/​hag
Einar Skúlason kaus í Ráðhúsinu.
Ein­ar Skúla­son kaus í Ráðhús­inu. mbl.is/Ó​mar
Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kaus …
Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, borg­ar­stjóri og odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík, kaus í Breiðagerðis­skóla ásamt Vil­hjálmi Jens Árna­syni, eig­in­manni sín­um.
Arna Dögg Einarsdóttir og Dagur B. Eggertsson með tvö af …
Arna Dögg Ein­ars­dótt­ir og Dag­ur B. Eggerts­son með tvö af börn­um sín­um. Þau kusu í Ráðhús­inu. mbl.is/Ó​mar
Jón Gnarr, leiðtogi Besta flokksins, kaus í Ráðhúsinu.
Jón Gn­arr, leiðtogi Besta flokks­ins, kaus í Ráðhús­inu. mbl.is/Ó​mar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert