Kosin í hreppsnefnd í Borgarfirði eystri

Borgarfjörður eystri.
Borgarfjörður eystri. mbl.is/Steinunn

Talningu aðalmann í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps er lokið en um var að ræða óhlutbundna kosningu. Á kjörskrá voru 106.  Alls kusu 71 og þar af var 1 seðill auður. Kosningaþátttaka var því 66,98% 

Á vef Austurgluggans kemur fram, að aðalmenn í hreppsnefnd voru kjörin Jakob Sigurðsson, Hlíðartúni, en hann fékk  52 atkvæði, Ólafur A Hallgrímsson, Skálabergi, sem fékk 49 atkvæði, Jón S. Sigmarsson, Desjarmýri, 48 atkvæði, Jón Þórðarson, Breiðvangi, með 46 atkvæði og Kristjana Björnsdóttir, Bakkavegi 1, en hún fékk 28 atkvæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert