Talningu aðalmann í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps er lokið en um var að ræða óhlutbundna kosningu. Á kjörskrá voru 106. Alls kusu 71 og þar af var 1 seðill auður. Kosningaþátttaka var því 66,98%
Á vef Austurgluggans kemur fram, að aðalmenn í hreppsnefnd voru kjörin Jakob Sigurðsson, Hlíðartúni, en hann fékk 52 atkvæði, Ólafur A Hallgrímsson, Skálabergi, sem fékk 49 atkvæði, Jón S. Sigmarsson, Desjarmýri, 48 atkvæði, Jón Þórðarson, Breiðvangi, með 46 atkvæði og Kristjana Björnsdóttir, Bakkavegi 1, en hún fékk 28 atkvæði.