Meirihlutinn fallinn á Akranesi

Sveinn Kristinsson skipar fyrsta sætið hjá Samfylkingunni á Akranesi
Sveinn Kristinsson skipar fyrsta sætið hjá Samfylkingunni á Akranesi

Meiri­hlut­inn féll á Akra­nesi í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um sem fram fóru í dag. Sam­fylk­ing­in fékk flest at­kvæði og fjóra menn kjörna og bætti við sig tveim­ur bæj­ar­full­trú­um. Kjör­sókn var 69,24%. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tap­ar hins veg­ar tveim­ur bæj­ar­full­trú­um.

Alls voru 4.548 á kjör­skrá á Ak­ur­eyri. At­kvæði greiddu 3.149. Auðir voru 257 og ógild­ir 35.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk 680 at­kvæði og tvo bæj­ar­full­trúa, Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fékk 719 at­kvæði og tvo bæj­ar­full­trúa.

Sam­fylk­ing­in fékk 993 at­kvæði og fjóra bæj­ar­full­trúa og Vinstri græn­ir fá 465 at­kvæði og einn bæj­ar­full­trúa.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert