Meirihlutinn fallinn í Hafnarfirði

Lúðvík Geirsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Lúðvík Geirsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar. mbl.is/Golli

Meiri­hlut­inn er fall­inn í Hafnar­f­irði en bæði Sam­fylk­ing­in og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fá fimm menn í bæj­ar­stjórn sam­kvæmt fyrstu töl­um úr Hafnar­f­irði. Það þýðir að Lúðvík Geirs­son, bæj­ar­stjóri er ekki meðal bæj­ar­full­trúa í Hafnar­f­irði. Vinstri græn­ir fá einn menn í bæj­ar­stjórn en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er ekki með neinn mann í bæj­ar­stjórn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert