Úrslitin sveitastjórnakosninganna eru ljós í Skorradalshreppi. Þar voru 42 á kjörskrá og 22 greiddu atkvæði eða 52,3%. Flest atkvæði fékk Steinunn Fjóla Benediktsdóttir, einu meira en Pétur Davíðsson.
Aðrir aðalmenn í sveitarstjórn eru Davíð Pétursson, Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir og Hulda Guðmundsdóttir. Davíð er að hefja sitt 12 kjörtímabil í sveitarstjórn, en hann hefur verið oddviti frá 1970.
Varamenn í hreppsnefnd eru Jón Eiríkur Einarsson, Jóhannes Guðjónsson, Jón Friðrik Snorrason, Ágúst Árnason, Finnbogi Guðlaugsson og Þórhildur Ýr Jóhannesdóttir.