Besti flokkurinn stærstur

Besti flokk­ur­inn er stærsti flokk­ur­inn í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur eft­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar á laug­ar­dag en hann fékk 6 borg­ar­full­trúa kjörna. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fékk 5 borg­ar­full­trúa, Sam­fylk­ing­in 3 og Vinstri græn­ir 1. 

Mikið var um út­strik­an­ir og end­urröðun á lista en alls var 8316 kjör­seðlum breytt af alls 63.019 at­kvæðum sem greidd voru. Krist­ín Edwald, formaður yfir­kjör­stjórn­ar, sagði við mbl.is, að þessi at­kvæði hefðu engu breytt þótt þau hefðu verið tal­in með öðrum þegar fyrri töl­ur voru birt­ar í kvöld og nótt.

Loka­töl­ur í Reykja­vík voru birt­ar laust fyr­ir klukk­an 4 í nótt. Sam­kvæmt þeim fékk Besti flokk­ur­inn 20.666 at­kvæði, 34,7% og 6 borg­ar­full­trúa. Sjálf­stæðis­flokk­ur fékk 20006 at­kvæði, 33,6% og 5 full­trúa, tapaði tveim­ur full­trú­um. Sam­fylk­ing­in fékk 11.344 at­kvæði, 19,1% og 3 menn, tapaði ein­um full­trúa. Vinstri­hreyf­ing­in- grænt fram­boð fékk 4255 at­kvæði, 7,1% og 1 full­trúa. 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 1629 at­kvæði, 2,7% og eng­an mann, missti sinn borg­ar­full­trúa. Reykja­vík­ur­fram­boðið fékk 681 at­kvæði, 1,1%, Fram­boð um heiðarleika fékk 668 at­kvæði, 1,1% og Frjáls­lyndi flokk­ur­inn 274 at­kvæði og 0,5%. Ólaf­ur F. Magnús­son, leiðtogi Fram­boðs um heiðarleika, féll úr borg­ar­stjórn en hann var full­trúi F-lista á síðasta kjör­tíma­bili.

Auðir seðlar voru 3238 og ógild­ir 258.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert