„Endalok fjórflokkakerfisins“

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Golli

„Ég held að við séum að upplifa kaflaskil í íslenskri pólitík sem muni hafa mikil áhrif á hið pólitíska landslag inn í framtíðina. Og mér segir sá hugur að þetta sé upphafið að endalokum fjórflokkakerfisins,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar.

„Ég tel að þetta sé áfall og skellur fyrir allan fjórflokkinn. Alla þessa fjóra gömlu flokka,“ sagði hún í samtali við RÚV.

Jóhanna segist ekki ætla að undaskilja sig ábyrgð. „Ég þetta auðvitað mjög alvarlega og við í Samfylkingunni hljótum að fara í það að skoða mjög vel stöðuna, eins og reyndar allir þessir fjórir flokka hljóta að gera. Vegna þess að þeir tapa allir, mismikið eftir því til hvaða staðar er horft. Ég var að vona við héldum sjó hér í Reykjavík, og það er ekkert útséð um það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert