Framsóknarmenn með meirihluta í Rangárþingi eystra

Hvolsvöllur.
Hvolsvöllur. www.mats.is

Framsóknarflokkurinn náði hreinum meirihluta í Rangárþingi eystra í sveitarstjórnarkosningunum í dag. Sjálfstæðismenn og K-listi mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili en K-listi bauð ekki fram nú heldur V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.

Í kosningunum í dag fékk B-listi Framsóknarflokks 527 atkvæði og 4 bæjarfulltrúa, D-listi Sjálfstæðisflokks 329 atkvæði og 2 fulltrúa og V-listi 122 atkvæði og 1 fulltrúa.  Á kjörskrá voru 1218 en alls kusu 1001 eða 82,18%. Auðir seðlar voru 22 og 1 ógildur.

Bæjarfulltrúar verða samkvæmt þessu  Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Guðlaug Ósk Svansdóttir, ferðamálafræðingur, Lilja Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og Haukur Guðni Kristjánsson, framkvæmdastjóri, af B-lista, Elvar Eyvindsson, bóndi og sveitarstjóri og Kristín Þórðardóttir, löglærður fulltrúi sýslumanns, af D-lista og Guðmundur Ólafsson, bóndi, af V-lista.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert