Framsóknarmenn með meirihluta í Rangárþingi eystra

Hvolsvöllur.
Hvolsvöllur. www.mats.is

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn náði hrein­um meiri­hluta í Rangárþingi eystra í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um í dag. Sjálf­stæðis­menn og K-listi mynduðu meiri­hluta á síðasta kjör­tíma­bili en K-listi bauð ekki fram nú held­ur V-listi Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs.

Í kosn­ing­un­um í dag fékk B-listi Fram­sókn­ar­flokks 527 at­kvæði og 4 bæj­ar­full­trúa, D-listi Sjálf­stæðis­flokks 329 at­kvæði og 2 full­trúa og V-listi 122 at­kvæði og 1 full­trúa.  Á kjör­skrá voru 1218 en alls kusu 1001 eða 82,18%. Auðir seðlar voru 22 og 1 ógild­ur.

Bæj­ar­full­trú­ar verða sam­kvæmt þessu  Ísólf­ur Gylfi Pálma­son, sveit­ar­stjóri, Guðlaug Ósk Svans­dótt­ir, ferðamála­fræðing­ur, Lilja Ein­ars­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og Hauk­ur Guðni Kristjáns­son, fram­kvæmda­stjóri, af B-lista, Elv­ar Ey­vinds­son, bóndi og sveit­ar­stjóri og Krist­ín Þórðardótt­ir, lög­lærður full­trúi sýslu­manns, af D-lista og Guðmund­ur Ólafs­son, bóndi, af V-lista.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert