Gagnrýna þingmann sinn

Merki Framsóknarflokksins.
Merki Framsóknarflokksins.

Ungu framsóknarfólki í Húnavatnssýslum telja að ummæli Guðmundar Steingrímssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um flokksforystuna eigi ekki rétt á sér. Vekur Félag ungs framsóknarfólks í Húnavatnssýslum athygli á góðu gengi flokksins á landsbyggðinni.

Guðmundur Steingrímsson sagði í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins að formaður Framsóknarflokksins bæri ábyrgð á slæmu gengi hans á höfuðborgarsvæðinu. Hann verði að taka niðurstöðu kosninganna alvarlega.

Félag ungs framsóknarfólks telur að flokkurinn hafi aukið virðingu sína og vegsemd undir stjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem formanns.  „Því þykja okkur þessi ummæli ekki eiga rétt á sér í nokkurri mynd og finnst erfitt og hart að þurfa að hlusta á þau með tilliti til þess hvað gekk hlutfallslega vel úti á landi.

Þykir okkur sýnt að með þessum ummælum hafi Guðmundur farið útfyrir sitt svið sem þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi og ætti að biðjast afsökunar á opinberum vettvangi,“ segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka