Gagnrýna þingmann sinn

Merki Framsóknarflokksins.
Merki Framsóknarflokksins.

Ungu fram­sókn­ar­fólki í Húna­vatns­sýsl­um telja að um­mæli Guðmund­ar Stein­gríms­son­ar, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, um flokks­for­yst­una eigi ekki rétt á sér. Vek­ur Fé­lag ungs fram­sókn­ar­fólks í Húna­vatns­sýsl­um at­hygli á góðu gengi flokks­ins á lands­byggðinni.

Guðmund­ur Stein­gríms­son sagði í viðtali við frétta­stofu Rík­is­út­varps­ins að formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins bæri ábyrgð á slæmu gengi hans á höfuðborg­ar­svæðinu. Hann verði að taka niður­stöðu kosn­ing­anna al­var­lega.

Fé­lag ungs fram­sókn­ar­fólks tel­ur að flokk­ur­inn hafi aukið virðingu sína og veg­semd und­ir stjórn Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar sem for­manns.  „Því þykja okk­ur þessi um­mæli ekki eiga rétt á sér í nokk­urri mynd og finnst erfitt og hart að þurfa að hlusta á þau með til­liti til þess hvað gekk hlut­falls­lega vel úti á landi.

Þykir okk­ur sýnt að með þess­um um­mæl­um hafi Guðmund­ur farið út­fyr­ir sitt svið sem þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi og ætti að biðjast af­sök­un­ar á op­in­ber­um vett­vangi,“ seg­ir í álykt­un­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert