Höfðu sigur í vinstrivígum

Jens Garðar Helgason.
Jens Garðar Helgason. mbl.is

„Ég er náttúrulega gríðarlega sáttur við þessa niðurstöðu. Fólk í Fjarðabyggð vill breytingar. Það voru kannski ekki stórar átakalínur í stefnu framboðanna. Kannski var það að Sjálfstæðisflokkurinn talaði einna skýrast um að hann vildi ekki viðræður um frekari sameiningu bæjarfélaga á Austurlandi," segir Jens Garðar Helgason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð í samtali við mbl.is.

Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig manni og fékk fjóra kjörna. Fjarðalistinn, sem er framboð vinstrimanna, fékk þrjá menn og tapaði einum. Framsóknarflokkurinn fékk tvo menn kjöra.

Jens Garðar vildi ekki segja til hvernig næsti meirihluti yrði samansettur: „Ég ætla að byrja á því að fagna með mínu fólki, síðan tek ég púlsinn á þessu á morgun. Ég veit að oddvitar hinna framboðanna ætla að gera það líka."

Jens segir merkilegt að Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð mælist með yfir 40%: „Framsóknarflokkurinn á Fáskrúðsfirði oft með 70% fylgi og Alþýðubandalagið stjórnaði Neskaupsstað í áratugi. Miðað við gengi flokksins á öðrum vígstöðvum er þetta frábært. Samstaða listans og sú gleði og stemming sem skapaðist í kringum framboðið skipti miklu," segir Jens Garðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert