J-listinn ekki tengdur stjórnmálaflokki

Frá Dalvík.
Frá Dalvík. mbl.is/Golli

Tveir umboðsmenn J-listans í Dalvíkurbyggð hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þeir vilja leiðrétta misskilning forsætisráðherra varðandi listann. 

„Vegna misskilnings sem fram hefur komið hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, formanni Samfylkingarinnar, í umfjöllun um kosningaúrslit viljum við að eftirfarandi komi fram:

J listinn – óháð framboð í Dalvíkurbyggð, er ekki borinn fram af neinum stjórnmálaflokki. Að listanum standa eingöngu einstaklingar sem eiga það sameiginlegt að vilja vinna sem best að hagsmunum Dalvíkurbyggðar hvar í flokki sem þeir standa. Trúnaður listans er því eingöngu við íbúa Dalvíkurbyggðar.

J listinn – óháð framboð í Dalvíkurbyggð vill eiga gott samstarf við alla þá sem hafa sömu markmið og listinn, sem er vöxtur og viðgangur Dalvíkurbyggðar,“ segir í tilkynningunni sem þeir Þorsteinn Már Aðalsteinsson og Ásgeir Páll Matthíasson, umboðsmenn J-listans í Dalvíkurbyggð sendu frá sér. 


 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert