Munum halda áfram okkar verki

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, seg­ir að Sam­fylk­ing­in muni vinna áfram að sín­um verk­um í rík­is­stjórn­inni þrátt fyr­ir skell sem flokk­ur­inn fékk í sveit­ar­stjórna­kosn­ing­un­um í gær. 

„Ég held að þessi niðurstaða muni þétta raðir okk­ar í rík­is­stjórn­inni," sagði Jó­hanna í Silfri Eg­ils í dag. Hún viður­kenndi jafn­framt, að ákveðnir brest­ir hefðu verið í sam­starf­inu í til­tekn­um mál­um.

Jó­hanna sagði að niðurstaða kosn­ing­anna í gær væru krafa krafa fólks um mikl­ar breyt­ing­ar og skila­boð til stjórn­mála­manna um að vera meiri þjón­ar fólks­ins. Greini­legt væri að fólk vill taka meiri þátt í stjórn­mála­starf­inu og það kallaði á stjórn­lagaþing og per­sónu­kjör. Sagðist Jó­hanna taka þessa niður­stöðu mjög al­var­lega. 

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður Vinstri grænna, sagðist trúa því enn að nú­ver­andi stjórn­ar­sam­starf væri það besta og traust­asta sem völ væri á og eng­inn bil­bug­ur væri á hon­um. 

Hann sagði að það skipti líka miklu máli fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag og vel­ferð að það vinn­ist vel úr úr­slit­un­um í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um í gær, einkum í stærstu sveit­ar­fé­lög­um lands­ins því þeirra bíði erfið verk­efni í sam­starfi við ríkið. 

„Sam­eig­in­lega verðum við öll að reyna að ná þessu sam­an og það nær út fyr­ir stjórn­mál­in. Ég tel til dæm­is, að aðilar vinnu­markaðar­ins verði að hugsa sinn gang einnig. Og við meg­um ekki missa hlut­ina í skot­graf­ir og ein­hverja vit­leysu. Því tak­ist okk­ur ekki að nota vorið og sum­arið til að klára hluti og und­ir­búa okk­ur sem best fyr­ir haustið þegar all­ir kjara­samn­ing­ar eru laus­ir í land­inu og mikið ríður á að við reyn­um í at­vinnu­mál­um að kom­ast í eins gott færi og við get­um, til að missa ekki at­vinnu­leysið upp, þá bíð ég ekki í það," sagði Stein­grím­ur.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagðist vera viss um að stjórn­mála­flokk­arn­ir geti end­ur­heimt traust kjós­enda. „Þar sem fólk skil­ar góðu verki nýt­ur það trausts," sagði Bjarni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert