Nýjar tölur í Reykjavík um eittleytið

Nýjar tölur í Reykjavík eru væntanlegar um eittleytið samkvæmt formanni yfirkjörstjórnar Kristínu Edwald. Búast má við breytingum frá fyrstu tölum þar sem atkvæðin dreifast á marga framboðslista.

Samkvæmt fyrstu tölum í Reykjavík hlutu þeir þrír framboðslistar sem ná inn fulltrúum í borgarstjórn samanlagt 20 þúsund atkvæði af þeim 21.017 sem talin voru þá. 

Framsóknarflokkurinn hlaut hins vegar 13 atkvæði, Frjálslyndir fjögur en Reykjavíkurframboð og H - listi fengu ekkert atkvæði.

„Þetta voru fyrstu tölur þar sem talningin stóð þegar hún var stöðvuð klukkan tíu," segir Kristín Edwald formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík í samtali við Kosningavef mbl.is. Hún segir að talning sé stöðvuð á ákveðnum tímapunkti til þess að unnt sé að birta tölur á tilsettum tíma. 

Spurð hvort búast megi við miklum breytingum í næstu tölum segir Kristín: „Almennt séð má alltaf búast við breytingum þegar talning er lengra á veg komin, einkum ef margir framboðslistar eru í boði eins og nú er,“ segir Kristín Edwald.

Samkvæmt heimildum mbl.is hefur verið um útstrikanir í þessum kosningum. Kristín kvaðst ekki geta staðfest neitt um það. Útstrikanir séu teknar til hliðar og þeir seðlar taldir síðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert