Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Grundarfirði féll í kosningunum og listi Bæjarmálafélagsins Samstöðu náði yfirhöndinni í kosningunum í gær. Samstöðulistinn fékk 294 atkvæði eða 53,0% og fjóra fulltrúa í bæjarstjórn.
Listi sjálfstæðismanna og óháðra fékk 235 atkvæði eða 42,4% og þrjá menn í bæjarstjórnina. Auðir seðlar og ógildir voru 25 eða 4,6%.
Sigurborg Hannesdóttir er leiðtogi lista Samstöðu.