Nýr meirihluti í Grundarfirði

Í Grundarfirði.
Í Grundarfirði. mbl.is/Gunnar Kristjánsson

Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Grundarfirði féll í kosningunum og listi Bæjarmálafélagsins Samstöðu náði yfirhöndinni í kosningunum í gær. Samstöðulistinn fékk 294 atkvæði eða 53,0% og fjóra fulltrúa í bæjarstjórn.

Listi sjálfstæðismanna og óháðra fékk 235 atkvæði eða 42,4% og þrjá menn í bæjarstjórnina. Auðir seðlar og ógildir voru 25 eða 4,6%.

Sigurborg Hannesdóttir er leiðtogi lista Samstöðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Halldór Jóhannsson: :(
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert