Sigur Besta flokksins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Breska ríkisútvarpið BBC segir frá flokknum á vef sínum í dag og birtir nokkur helstu kosningaloforð flokksins, svo sem sjálfbært gegnsæi, ókeypis handklæði í sundlaugunum og ísbjörn í Húsdýragarðinn.
Fréttamaður BBC horfði á kosningamyndskeið Besta flokksins þar sem frambjóðendur sungu við lag Tinu Turner: Simply the Best. Vísar BBC einnig til þess að Besti flokkurinn vilji einnig fá skemmtigarð í Vatnsmýrina og fíkniefnalaust alþingi árið 2020. Jón Gnarr, leiðtogi flokksins, sagði raunar í sjónvarpsumræðum á föstudag að hann hefði fallið frá kröfunni um skemmtigarðinn.
Kosningamyndskeið Besta flokksins