Sjálfstæðisflokkur meti stöðuna

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason. Rax / Ragnar Axelsson

Kosningarúrslitin eru áfall fyrir ríkisstjórnina, segir Björn Bjarnason fv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra á heimasíðu sinni.

„Hafi vinstri-grænir haldið, að hatursáróður þeirra í garð sjálfstæðismanna dygði þeim til vinsælda, hljóta þeir að hafa orðið fyrir tvöföldum vonbrigðum," segir Björn.

Björn segir ennfremur að VG hafi splundrast vegna ágreinings um orkumál og það hafi haft áhrif í kosningunum.

„Að sjálfsögðu verður Sjálfstæðisflokkurinn að meta stöðu sína og þá sérstaklega á þeim stöðum, þar sem hann tapar fylgi. Álitsgjafar ríghalda í þá skoðun, að kosningaúrslitin séu áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þegar fylgi hans á landsvísu styrkist verulega frá þingkosningunum fyrir ári. Spyrlar í sjónvarpi hafa myndað sér þá skoðun fyrirfram, að Sjálfstæðisflokkurinn sitji uppi með tap. Spurningarnar miðast síðan við að knýja fram samþykki við því,“ segir Björn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert