Verði niðurstaða kosninganna í Reykjavík í samræmi við fyrstu tölur verða aðeins þrír flokkar sem skipta með sér fimmtán sætum í borgarstjórn. Sjö fulltrúar koma nýir inn en átta halda sínum sætum frá síðasta kjörtímabili.
Allir fimm fulltrúar Sjálfstæðisflokks eru sitjandi borgarfulltrúar. Hjálmar Sveinsson, fjórði maður Samfylkingar yrði eini nýi maðurinn á þeim lista. Hin þrjú eru sitjandi borgarfulltrúar.
Sex fulltrúar Besta flokksins eru hins vegar allir nýgræðingar í borgarstjórn.
Svona er staðan eftir fyrstu tölur: