Steingrímur: VG bætti víða við sig

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs, sagði í Silfri Eg­ils í Sjón­varp­inu, að flokk­ur­inn hefði allstaðar haldið sinni stöðu nema í Reykja­vík og bætt víða við sig fylgi. Senni­lega fjölgaði flokks­bundn­um Vinstri græn­um í sveit­ar­stjórn­um um 10.

Stein­grím­ur sagði hins veg­ar ljóst, að stór­kost­leg­ar lands­lags­breyt­ing­ar í Reykja­vík og á Ak­ur­eyri sendu hefðbundnu flokk­un­um skýr skila­boð um að þeir eigi að vinna meira sam­an að þeim vanda­mál­um, sem steðja að. Vinstri græn­ir muni fara vel yfir sína stöðu í kjöl­farið. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert