Viðræður halda áfram á morgun

Jón Gnarr á fundi með félögum sínum í Besta flokknum …
Jón Gnarr á fundi með félögum sínum í Besta flokknum í kvöld. Eggert Jóhannesson

Þreif­ing­ar Besta flokks­ins og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um mögu­legt meiri­hluta­sam­starf í Reykja­vík halda áfram á morg­un, mánu­dag. Odd­vit­ar flokk­anna staðfestu þetta fyr­ir stundu. Þeir segja viðræður ganga vel en vilja að öðru leyti ekki tjá sig efn­is­lega um þær.

Besti flokk­ur­inn fékk sem kunn­ugt er 6 borg­ar­full­trúa í kosn­ing­un­um en Sam­fylk­ing­in 3. Sam­an hefðu flokk­arn­ir tveir því 9 full­trúa af 15 í borg­ar­stjórn.

Jón Gn­arr hef­ur áður gefið upp að hann myndi gera kröfu um stól borg­ar­stjóra fengi flokk­ur­inn flest at­kvæði í kosn­ing­un­um, líkt og nú hef­ur gengið eft­ir.

Spurður hvort hann skynjaði vilja til eft­ir­gjaf­ar af hálfu Sam­fylk­ing­ar til að liðka fyr­ir mögu­legu sam­starfi svaraði Jón Gn­arr: „Ég veit það ekki. Við fór­um nú eig­in­lega ekki svo langt. Við vor­um meira að velta þessu upp og ræða mál­in.“

Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson á fundi Besta flokksins í …
Jón Gn­arr og Sig­ur­jón Kjart­ans­son á fundi Besta flokks­ins í kvöld. Eggert Jó­hann­es­son
Tónlistarkonan Magga Stína og grínistinn Þorsteinn Guðmundsson á fundi Besta …
Tón­list­ar­kon­an Magga Stína og grín­ist­inn Þor­steinn Guðmunds­son á fundi Besta flokks­ins í kvöld. Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert