Vonbrigði í Hafnarfirði

Lúðvík Geirsson.
Lúðvík Geirsson. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Lúðvík Geirs­son seg­ir úr­slit sveita­stjórn­ar­kosn­inga von­brigði fyr­ir Sam­fylk­ing­una. Flokk­ur­inn tapaði tveim­ur mönn­um til Sjálf­stæðis­flokks­ins, en báðir flokk­ar fengu fimm full­trúa í bæj­ar­stjórn. Vinstri-græn­ir eru í odda­stöðu með einn mann.

Lúðvík er sjötti maður á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og náði því ekki kjöri í bæj­ar­stjórn. „Ég vissi að þetta yrði tæpt og það yrði bar­átta um þetta sæti," seg­ir hann. Lúðvík seg­ir magn auðra at­kvæða sýna óánægju bæj­ar­búa með fjór­flokk­inn. Hann á hins veg­ar ekki skýr­ing­ar á mik­illi fylgisaukn­ingu Sjálf­stæðis­flokks­ins: „Óánægj­an í bæj­ar­fé­lag­inu staf­ar fyrst og fremst af af­leiðing­um hruns­ins. Hér í Hafnar­f­irði og víðar er Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn að fá kosn­ingu um­fram það sem menn áttu von á. Ég get ekki skilið það," seg­ir Lúðvík.

Lúðvík seg­ir lík­leg­ast að Sam­fylk­ing­in í Hafnar­f­irði muni ræða við Vinstri-græna um meiri­hluta­sam­starf. „Ég bendi á það að meg­inniðurstaðan í Hafnar­f­irði er sú að jafnaðar- og fé­lags­hyggju­flokk­arn­ir fá sam­an­lagt um 60% fylgi. Það eru auðvitað skila­boð frá íbú­um. Meiri­hluti verður aldrei myndaður öðru­vísi en utan um mál­efni," seg­ir Lúðvík. Þannig eigi Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn litla mál­efna­lega sam­leið með Sam­fylk­ing­unni eða Vinstri-græn­um, að sögn Lúðvíks. Öðru máli gegni um Sam­fylk­ingu og Vinstri-græna.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert