Formlegar viðræður í Hafnarfirði

Kjósendur í Lækjarskóla í Hafnarfirði á laugardg.
Kjósendur í Lækjarskóla í Hafnarfirði á laugardg. mbl.is/Ómar

Fundi oddvita Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í Hafnarfirði lauk á tíunda tímanum í kvöld. Niðurstaða fundarins var sú, að flokkarnir hefji formlega meirihlutaviðræður. Ekkert var rætt á fundinum um bæjarstjórastólinn, að sögn oddvita Samfylkingarinnar.

Guðmundur Rúnar Árnason, oddviti Samfylkingar, segist að vongóður um að viðræður gangi vel. Í kvöld hafi ýmis málefni verið til umræðu og þegar á morgun hefjast viðræður af fullu kappi. „Ég held að það séu allar forsendur fyrir því að þetta gangi vel.“

Guðmundur segir bæjarstjórastólinn ekki stærsta málið í viðræðum flokkanna. „Það er svo langt frá því að vera stærsta málið að við töluðum ekki um það. Við vorum bara að tala um málefni og hvernig við högum viðræðum okkar,“ segir Guðmundur.

Guðmundur Rúnar Árnason
Guðmundur Rúnar Árnason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert