Hjálmar tekur sæti

00:00
00:00

Hjálm­ar Sveins­son sem skipaði fjórða sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík ætl­ar ekki að víkja af list­an­um. Hjálm­ar sagði í kosn­inga­sjón­varpi RÚV að hann myndi taka sér tíma til að meta stöðuna að lok­um kosn­ing­um eft­ir tap Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í borg­inni.

Hann seg­ir að fjöl­marg­ir hafi hvatt hann til að halda sæti sínu á list­an­um og verða þar með fyrsti vara­borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Aðspurður hvort hon­um hafi verið lofað ein­hverj­um ákveðnum nefnd­um eða öðru kvað hann svo ekki vera. Hann seg­ist munu leggja höfuðáherslu á skipu­lags­mál á kom­andi kjör­tíma­bili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert