Hjálmar tekur sæti

Hjálmar Sveinsson sem skipaði fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík ætlar ekki að víkja af listanum. Hjálmar sagði í kosningasjónvarpi RÚV að hann myndi taka sér tíma til að meta stöðuna að lokum kosningum eftir tap Samfylkingarinnar í borginni.

Hann segir að fjölmargir hafi hvatt hann til að halda sæti sínu á listanum og verða þar með fyrsti varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Aðspurður hvort honum hafi verið lofað einhverjum ákveðnum nefndum eða öðru kvað hann svo ekki vera. Hann segist munu leggja höfuðáherslu á skipulagsmál á komandi kjörtímabili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert