Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, telur að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, eigi að víkja og hleypa Hjálmari Sveinssyni, sem skipaði fjórða sætið á lista flokksins í Reykjavík, að. Þetta kemur fram í pistli Karls á vefnum Herðubreið. Karl er fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
„Hvernig væri nú að oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík íhugaði sína stöðu – því varla hefur hann náð þeim árangri sem hann ætlaði, hvorki nú né árið 2006? –, stæði upp úr sæti sínu og hleypti Hjálmari Sveinssyni að í borgarstjórn?," skrifar Karl Th.