„Við vorum að undirbúa stundaskrá yfir leynifundi sem þarf að halda“ sagði Óttar Proppé aðspurður um hver staðan væri í viðræðum við Samfylkinguna. Jón Gnarr bætti því svo við að þessir leynifundir yrðu svo gerðir opinberir. Gangi viðræður vel telja þeir að niðurstöðu verði að vænta í lok vikunnar.
Þeir félagar sögðu ástæðuna fyrir því að þeir töluðu við Samfylkinguna á undan öðrum flokkum þá að þeir stæðu þeim málefnilega nær. „Okkur finnst líka heiðarlegra að ræða bara við einn flokk í einu“ sagði Jón Gnarr.