Opinberir leynifundir í vikunni

00:00
00:00

„Við vor­um að und­ir­búa stunda­skrá yfir leynifundi sem þarf að halda“ sagði Óttar Proppé aðspurður um hver staðan væri í viðræðum við Sam­fylk­ing­una. Jón Gn­arr bætti því svo við að þess­ir leynifund­ir yrðu svo gerðir op­in­ber­ir. Gangi viðræður vel telja þeir að niður­stöðu verði að vænta í lok vik­unn­ar.

Þeir fé­lag­ar sögðu ástæðuna fyr­ir því að þeir töluðu við Sam­fylk­ing­una á und­an öðrum flokk­um þá að þeir stæðu þeim mál­efni­lega nær. „Okk­ur finnst líka heiðarlegra að ræða bara við einn flokk í einu“ sagði Jón Gn­arr. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert