Undirbúa valdatöku

Glatt var á hjalla á sigurfundi Besta flokksins í gærkvöldi. …
Glatt var á hjalla á sigurfundi Besta flokksins í gærkvöldi. Jón Gnarr fékk þar afhenta teikningu eftir listamanninn Hugleik Dagsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er í raun­inni ekk­ert í stefn­unni. Það var sam­eig­in­leg ákvörðun miðstjórn­ar Besta flokks­ins að við skyld­um reyna þetta fyrst,“ sagði Jón Gn­arr, odd­viti Besta flokks­ins, um ástæður þess að ekki skyldi fyrst leitað til Sjálf­stæðis­flokks­ins um mynd­un nýs meiri­hluta í höfuðborg­inni.

Full­trú­ar Besta flokks­ins og Sam­fylk­ing­ar höfðu þá komið sam­an á leyni­leg­um fundi í gær en það var niðurstaða hans að ræða fram­haldið í dag.

Jón kveðst sann­færður um að af mynd­un meiri­hluta með Besta flokkn­um inn­an­borðs verði en fram­boðið fékk 6 menn og 34,7% at­kvæða. Dag­ur B. Eggerts­son, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði í gær­kvöldi að viðræðurn­ar gengju vel.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert