„Lágmarksniðurstöður“ í dag

Oddvitinn Jón Gnarr fær sér kaffi á fundi með samstarfsfólki …
Oddvitinn Jón Gnarr fær sér kaffi á fundi með samstarfsfólki sínu í Besta flokknum. Ómar Óskarsson

Flokks­menn komu sam­an til fund­ar í kosn­inga­miðstöð Besta flokks­ins í gær­kvöldi. Þar voru streng­ir sam­an stillt­ir og skipað í vinnu­hópa. Jón Gn­arr, odd­viti Besta flokks­ins, seg­ir að menn hafi dregið and­ann djúpt og haf­ist handa við mál­efn­a­starfið.

Þó svo að stefnu­skrá liggi fyr­ir í hug­lægu formi hafi ekki gef­ist tími til að rita hana niður á blað. „En það er til­gang­ur hóp­anna og þeir munu funda á morg­un og kom­ast að ein­hverj­um lág­marks­niður­stöðum.“

Hóp­un­um var falið að fast­móta áhersl­ur í ýms­um flokk­um; meðal ann­ars vel­ferðar­mál­um, um­hverf­is­mál­um, sam­göngu­mál­um, fjár­mál­um Reykja­vík­ur og mál­efn­um Orku­veit­unn­ar og annarra B-fyr­ir­tækja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka