„Lágmarksniðurstöður“ í dag

Oddvitinn Jón Gnarr fær sér kaffi á fundi með samstarfsfólki …
Oddvitinn Jón Gnarr fær sér kaffi á fundi með samstarfsfólki sínu í Besta flokknum. Ómar Óskarsson

Flokksmenn komu saman til fundar í kosningamiðstöð Besta flokksins í gærkvöldi. Þar voru strengir saman stilltir og skipað í vinnuhópa. Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, segir að menn hafi dregið andann djúpt og hafist handa við málefnastarfið.

Þó svo að stefnuskrá liggi fyrir í huglægu formi hafi ekki gefist tími til að rita hana niður á blað. „En það er tilgangur hópanna og þeir munu funda á morgun og komast að einhverjum lágmarksniðurstöðum.“

Hópunum var falið að fastmóta áherslur í ýmsum flokkum; meðal annars velferðarmálum, umhverfismálum, samgöngumálum, fjármálum Reykjavíkur og málefnum Orkuveitunnar og annarra B-fyrirtækja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert