Atkvæði í Sandgerði voru talin á ný í Sandgerði í gær en mjótt var á mununum milli fjórða manns S-lista og annars manns B-lista. Kjörstjórn kom saman í gær og ákveðið var að endurtelja með umboðsmönnum framboðanna. Eftir nákvæma endurtalningu var niðurstaðan sú sama. Engar athugasemdir komu fram frá umboðsmönnum listanna um framkvæmd og niðurstöðu endurtalningarinnar.
Framsóknarflokkurinn og óháðir fengu 21,73% og einn fulltrúa. Sjálfstæðismenn og óháðir fengu 21,19% og 1 fulltrúa.
H-Listi fólksins 13,17% og 1 fulltrúa.
S-Samfylkingin, K-listinn og óháðir borgarar 43,91% og 4 fulltrúa í bæjarstjórn.