Telur að Einar eigi að íhuga stöðu sína

Gunnar Bragi Sveinsson
Gunnar Bragi Sveinsson

Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins segir að oddviti flokksins í Reykjavík hljóti að íhuga sína stöðu, eftir slæma útkomu í kosningunum á laugardaginn. Hann fagnar því uppgjöri sem nú á sér stað innan Framsóknarflokksins í borginni. Þetta kom fram í fréttum RÚV í morgun.

Gunnar Bragi segir flokkinn þó ekki vera að liðast í sundur. Hann segir að átökin hafi legið niðri í tíð Óskars en nú hafi þau blossað upp að nýju. Hann segir að Einar Skúlason hljóti að þurfa að skoða sína stöðu því aldrei áður hafi flokkurinn farið jafn illa. Segir hann að Einar þurfi að skoða hvað hafi farið úrskeiðis í þessu framboði en ekki leita að einhverjum öðrum til að kenna um,  hann megi frekar líta sér nær, að því er fram kom í fréttum RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert