Ekki gert kröfu um neitt

Oddviti Samfylkingarinnar í Kópavegi segist ekki gera kröfu um bæjarstjórastólinn
Oddviti Samfylkingarinnar í Kópavegi segist ekki gera kröfu um bæjarstjórastólinn

„Ég ætla ekkert að úttala mig um þetta mál í fjölmiðlum,“ segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi um það hvort viðræður meirihlutans séu í uppnámi. Eins og mbl.is skýrði frá í gær greinir Kópavogslistann og Samfylkinguna um hvernig staðið verði að ráðningu nýs bæjarstjóra.

„Ég hef ekki gert kröfu um eitt eða neitt og ekki verið nefnt neitt nafn í því sambandi. Þetta snýst um pólitíska forystu og það felur ekkert endilega í sér að einhver af þessum 4 oddvitum sem mynda þennan meirihluta verði bæjarstjóri. Ég harma þetta upphlaup Y-lista fólks,“ bætir Guðríður við og vísar þar til ummæla Ásdísar Ólafsdóttur, af lista Kópavogsbúa, en haft var eftir henni á visir.is í gær að Y-listinn gæti ekki samþykkt þá kröfu Guðríðar að verða bæjarstjóri Kópavogs.

 „Mér vitanlega hefur ekki hlaupið snuðra á þráðinn. Viðræðurnar gengu vel í gær og margir möguleikar ræddir. Samfylkingin hefur ekki þann hátt á að beita neinum þvingunum, við stundum þau vinnubrögð að ræða okkur niður á sameiginlega hluti.“

Rannveig Ásgeirsdóttir, oddviti Y-listans vildi ekki tjá sig um málið en sagði það ekkert leyndarmál að eitt af markmiðum listans væri fagleg ráðning bæjarstjóra. Viðræðum yrði haldið áfram í dag eins og ráðgert hafi verið þegar fundarhlé var gert í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert