„Víraðar“ viðræður í borginni

Dagur B. Eggertsson og Jón Gnarr ræðast við um meirihlutasamstarf …
Dagur B. Eggertsson og Jón Gnarr ræðast við um meirihlutasamstarf í borginni.

Besti flokk­ur­inn og Sam­fylk­ing funda nú þriðja dag­inn í röð um mynd­un nýs meiri­hluta í Reykja­vík­ur­borg. Ekki fæst upp­gefið hvar „leynifund­ur­inn“ fer fram.

Odd­ný Sturlu­dótt­ir sem skip­ar annað sætið á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar vill lítið gefa upp um gang viðræðna. „Það geng­ur bara vel og and­rúms­loftið er mjög gott,“ seg­ir hún í sam­tali við Kosn­inga­vef mbl.is. 

Auk henn­ar sitja Dag­ur B. Eggerts­son odd­viti og Björk Vil­helms­dótt­ir, sem skip­ar þriðja sætið, fund­inn. Fyr­ir Besta flokk­inn sitja Jón Gn­arr og Óttar Proppé.

Á morg­un verður fleira fólk úr báðum flokk­um kallað að borðinu að sögn Odd­nýj­ar. Flokk­arn­ir muni gefa sér góðan tíma í viðræðurn­ar.

The Wire af­hent á leynifundi 

Á fés­bók­arsíðum Besta flokks­ins og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík eru einu frétt­irn­ar af viðræðunum í dag þær að Jón Gn­arr hafi af­hent Degi mynddisk með þátt­un­um The Wire, en Besti flokk­ur­inn hafði lýst því yfir í kosn­inga­bar­átt­unni að það væri ófrá­víkj­an­leg krafa að sam­starfs­fólk flokks­ins hefði horft á þætt­ina. Þætt­irn­ir fjalla um und­ir­heima Baltimore borg­ar í Banda­ríkj­un­um.

Hvorki Dag­ur B. Eggerts­son né Jón Gn­arr hafa gefið kost á viðtöl­um við mbl.is í dag.

Sam­kvæmt leynifunda­dag­skrá sem þegar hef­ur verið lögð fram á meðal ann­ars að ræða verka­skipt­ingu á fundi morg­undags­ins. Auðlinda­mál og Orku­veit­an voru hins veg­ar til um­fjöll­un­ar í dag sam­kvæmt dag­skránni.

Að sögn Heiðu Krist­ín­ar Helga­dótt­ur kosn­inga­stjóra Besta flokks­ins halda flokk­arn­ir sig við áður boðaða leynifunda­dag­skrá. „Það eru all­ir glaðir og þetta geng­ur bara vel," sagði Heiða í sam­tali við mbl.is.

Fagnaðarefni hve marg­ar hug­mynd­ir borg­ar­bú­ar leggja fram 

Borg­ar­bú­um hef­ur síðustu daga gef­ist kost­ur á að leggja sín­ar hug­mynd­ir inn í viðræðurn­ar í gegn­um vef­inn Betri Reykja­vík. Alls hafa 2.284 hug­mynd­ir hafa spunn­ist út­frá þeim 388 mál­um sem lögð hafa verið fram á vefn­um.

„Það er mikið fagnaðarefni hversu marg­ir Reyk­vík­ing­ar eru bún­ir að segja skoðun sína á mál­efn­um Reykja­vík­ur. Þetta er liður í áhersl­um beggja flokka um auk­in áhrif íbú­anna,“ seg­ir Odd­ný.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert